Kattarassar í jólapakkann?

Kattaeigendur kannast flestir við það hversu ófeimnir kettir eru við …
Kattaeigendur kannast flestir við það hversu ófeimnir kettir eru við að snúa afturendanum framan í þá og hvorn annan. Ljósmynd/Colourbox

Kattaeigendur þekkja flestir þann ávana sem flestir kettir virðast temja sér – að snúa afturendanum beint í andlit eigenda sinna við hin ýmsu tilefni.

Einhverjir virðast hafa fengið innblástur frá þessum áhugaverða vana katta og þótt myndefnið bráðfyndið og munu einhverjir þess vegna finna áhugaverða jólapakka undir jólatrénu í ár.

Hér má sjá opnu í einu dagatalinu.
Hér má sjá opnu í einu dagatalinu. Skjáskot úr dagatali

Samkvæmt heimilidum K100 er nýjasta æðið þegar kemur að dagatölum nefnilega svokölluð kattarassadagatöl en ýmsar útgáfur af slíkum dagatölum, sem hafa að geyma myndir af afturendum katta, má finna á veraldarvefnum.

Mismunandi áherslur virðast vera á dagatölunum en eitt slíkt dagatal sem fæst á sölusíðunni Etsy virðist til að mynda leggja áherslu á myndir af ógeldum fressum á meðan önnur tegund af sambærilegu dagatali sem finna má á Amazon virðist vera með aðeins fjölbreyttari módel. 

Einhverjir munu fá kattarassadagatal í jólapakkann.
Einhverjir munu fá kattarassadagatal í jólapakkann. Ljósmynd/Colourbox
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir