Jólin komu aftur þegar Stebbi varð faðir

Stefán Hilmarsson fann jólin aftur eftir að hann varð faðir.
Stefán Hilmarsson fann jólin aftur eftir að hann varð faðir. mbl.is/Kristinn

Stefán Hilmarsson hefur gefið út tvær jólaplötur ásamt einu mest spilaða jólalagi landsins, Jólahjól sem hann söng aðeins 21 árs gamall, árið 1987 með Sniglabandinu.

Stefán útilokar ekki að hann muni semja fleiri jólaplötur í framtíðinni. Fyrri platan, Ein fyrir þig, kom úr árið 2008 og varð hún að hluta til til á sundlaugarbakkanum á Flórída en sú síðari, Í desember, kom út árið 2014. Stefán sagði frá tengslum sínum við jólatónlist í Síðdegisþættinum í gær. 

Kom ekki nálægt jólatónlist lengi eftir Jólahjól

 „Ég söng Jólahjól þarna á sínum tíma og svo kom ég ekki nálægt jólamúsík mjög lengi. Svo þegar ég varð sjálfur faðir og svona, var komin í barnauppeldi, þá fann maður jólin koma til manns aftur. Þá fann ég einhvern veginn hjá mér þörf til að búa til jólamúsík,“ sagði Stefán við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í þættinum. 

Rifjuðu þeir upp nokkur af vinsælustu jólalögum Stefáns í þættinum. 

Kom til tals þau fjölmörgu ítölsku lög sem hafa orðið að íslenskum jólalögum og viðurkenndi Stebbi að hann væri með ákveðinn „dulinn draum“ í tengslum við þetta. 

„Það væri náttúrulega yndislegt ef við næðum að „hvippa“ svolítið fyrir þetta með því að Nína yrði ítalsk jólalag,“ sagði Stefán og hlaut hugmyndin góðar undirtektir í stúdíóinu.

„Þá værum við búin að kolefnisjafna þetta mál myndi ég segja,“ sagði Logi kíminn. 

Hlustaðu á jólaplötur Stefáns hér að neðan en viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Stefán verður svo með jólatónleika eða „Dinner show“ á Sjálandi alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga fram að jólum.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir