Fullt Netflix af nýju efni

Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum …
Nóg er um að velja á Netflix og öðrum veitum um helgina. Ljósmynd/Unsplash

Það er endalaust nýtt að detta inn á Netflix og fleiri streymisveitur um þessar mundir og því nóg um að velja til að horfa á þessa aðventuhelgi. 

Þættir og kvikmyndir á Netflix

Lost in Space

Þriðja og síðasta serían af þáttunum Lost in Space er komin inn á Netflix þar sem við fylgjumst með Robinsson fjölskyldunni sem eru strandaglópar á fjarlægri plánetu.

The Power of The Dog

Ný kvikmynd eftir verðlaunakvikmyndaframleiðandann Jane Campion, The Power of the Dog er komin inn á Netflix. Meðal leikara í þessu áhugaverða og vel leikna vestradrama eru Benedict Cumberbatch, Kirsten Dunst, Jesse Plemons og Kodi Smit-McPhee.

JoJo's Bizarre Adventure: Stone Ocean

Nú sería af Japönsku teiknimyndaseríunni um JoJo er lent inn á Netflix. Við fylgjumst áfram með áhugaverðri sögu Joestar fjölskyldunnar og DIO. Jolyne Cujoh og kærasti hennar lenda í slysi úti í umferðinni og er hún höfð fyrir rangri sök fyrir glæpinn og dæmd í 15 ára fangelsi. Mun hún einhverntímann sleppa aftur úr fangelsinu?

Coyotes

Hópur ungra og náinna skáta finnur demanta úti í skógi á tjaldferðalagi sínu. Fundurinn leiðir þau inn í nýjan og hættulegan heim þar sem vinátta þeirra stendur frammi fyrir prófraun. Um er að ræða spennuþætti sem eiga uppruna sinn að rekja til Lúxemborgar og Belgíu og eru þeir á frönsku.

Single all the way

Ný tómantísk jólamynd er lent á Netflix. Peter sannfærir besta vin sinn Nick um að verja með honum jólahátíðinni og þykjast vera með honum í ástarsambandi til þess að komast hjá endalausum spurningum fjölskyldunnar um það hvers vegna hann sé einhleypur um jólin. Móðir hans hefur þó önnur plön og hefur planað blint deit fyrir hann með myndarlega þjálfaranum James og fer planið því fljótt út um þúfur. 

Coming out Colton

Fyrrverandi piparsveinninn og íþróttamaðurinn Colton Underwood opnar sig um það hvernig hann kom út úr skápnum og deilir upplifun sinni á því að verða hluti af hinseginsamfélaginu í nýjum þáttum á Netflix.

 Money Heist

Seinni hluti af fimmtu seríu spænsku spennuþáttanna Money Heist er komin á Netflix en um er að ræða lokaseríuna sem fjallar um bíræfnubankaræningja sem ræna Seðlabanka Spánar

The Great British Baking Show

Jólin eru komin í bresku bakarakeppninni sem er dottin inn á Netflix.

Mixtape

12 ára stelpa leggur af stað í leiðandur rétt fyrir aldamót til að finna lög á blandspólu sem foreldrar hennar, sem létust þegar hún var 2 ára, settu saman.

Þættir og kvikmyndir á Hulu

Candified: Home for the Holidays

Raunveruleikaþáttur þar sem þátttakendur þurfa að þekja heimili – og þá meina ég þekja frá toppi til táar – í sælgæti. Þarf að segja meira?

Þættir og kvikmyndir á HBO Max

Santa Inc

Jólateiknimyndaþættir fyrir fullorðna um jólasveininn og álfana hans eru byrjaðir á HBO Max. Álfur í vinnustöfu jólsveinsins dreymir um að taka við af jólasveininum. Ekki láta ykkur bregða þó álfar jafnt sem jólasveinar blóta og segja dónalega brandara því þessir þættir eru ekki gerðir fyrir börn. 

Kamikaze

Hvernig finnur þú sjálfa þig þegar allt sem þú elskar er tekið frá þér? Líf Julie virðist fullkomið þar til öll fjölskylda hennar lætur lífið í flugslysi á 18 ára afmælisdaginn. Hún þarf að uppgötva lífið upp á nýtt og gerir það í þessum dönsku þáttum.

 

Þættir og kvikmyndir á Amazon Prime

Harlem

Nýir þættir um sterkar, sjálfstæðar og glæsilegar konur í Harlem í New York – Mekku í menningu svartra í Bandaríkjunum. Þær fylgja draumum sínum eftir að þær útskrifast úr háskóla. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir