Ásdís Rán stefnir á að flytja aftur til Íslands

Ásdís Rán er að hugsa um að flytja aftur til …
Ásdís Rán er að hugsa um að flytja aftur til Íslands og leyfa dóttur sinni að taka tíunda bekk á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er í smá „di­lemmu“ núna þannig að það get­ur verið að ég sé að koma í eitt, tvö ár,“ sagði ís­drottn­ing­in Ásdís Rán í sam­tali við Ísland vakn­ar. Ástæðan fyr­ir vænt­an­leg­um flutn­ing­um er sú að dótt­ir henn­ar vill taka tí­unda bekk­inn hér á landi.

„Þetta er búið að vera frekar leiðinlegt hérna síðustu tvö árin útaf því að það eru eiginlega allir skólar bara búnir að vera „online“. Þetta er rosalega heftandi fyrir krakkana að þeir hittist ekki. Eru bara mest heima,“ útskýrði Ásdís.

Ásdís ræddi einnig um starf sitt í viðtalinu en hún er að eigin sögn í líkamsræktariðnaðinum og er einkaþjálfari. Hún segist þó ekki vita hvað sé framundan á næstunni, sérstaklega ef hún flytur aftur heim. 

„Ég er ekki með neitt planað útaf því að væntanlega er ég að koma til Íslands. Þá veit ég ekkert hvað ég á eftir að gera þar,“ Ásdís Rán.

Ásdís segir Búlgaríu þó vera landið sem hún hugsi um sem „heima“ en hún segir ótrúlega mikið hægt að gera í landinu.

„Maður getur farið á fjöll, farið á skíði, farið niður á strönd og farið í sólbað. Það er brjáluð náttúrufegurð hérna,“ sagði hún.

Hlustaðu á allt viðtalið við Ásdísi í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir