Sóli Hólm fór á kostum í gær: „Fólk bara dýrk­ar þetta svo mikið“

Sóli Hólm fór á kostum í Síðdegisþættinum.
Sóli Hólm fór á kostum í Síðdegisþættinum. Samsett ljósmynd

Sóli Hólm fór á kostum í Síðdegisþættinum í gær þar sem hann lýsti því meðal annars, eins og honum einum er lagið, hvernig það kom til að hann skrifaði ævisögu Gylfa Ægissonar en það var fyrir algjöra tilviljun eftir að Gylfi hringdi í skakkt númer á 17. júní.

Hann fór yfir allt og ekkert í þættinum, um feril sinn og líf og tók nokkrar vel þekktar eftirhermur í þættinum.

Nú eru fjögur ár síðan hann sigraðist á krabbameini í eitlum en hann segir frá því hversu undarlegt honum þætti að vera flokkaður með viðkvæmustu hópum samfélagsins vegna krabbameinssögu sinnar en hann afþakkaði að vera með þeim fyrstu til að fara í örvunarbólusetningu.

„Ég bara er ekki einn af okkar viðkvæmustu hópum,“ sagði Sóli.  

Þá ræddi hann eftirhermusýningar sínar en hann er nú komin í jólafrí frá sýningunum en mun halda áfram á nýju ári. Hvetur hann fólk til að gefa gleði í jólagjöf en um að ræða þriðja verk Sóla.

Sóli segist hafa gert upp krabbameinið í sýningu sinni árið 2018.

Beint í kjölfarið, eftir áramót, byrjaði hann með sýninguna Varist eftirhermur þar sem eftirhermur hans voru í forgrunni enda slógu þær algjörlega í gegn.

„Fólk bara dýrkar þetta svo mikið. Þannig að ég ákvað bara að keyra á því. Sú sýning gekk fram að Covid,“ sagði Sóli. 

„Eyfi þarf að taka Nínu“

Þá hjólaði ég í nýtt og núna er ég bara svolítið að gera upp Covid og mínar þekktustu raddir fá auðvitað að hljóma en þær eru ekki í forgrunni,“ sagði Sóli sem segist þó „slæda“ í eftirhermurnar í sýningunni sem ber heitið Loksins eftirhermur.

„Því fólk verður auðvitað að fá það. Eyfi þarf að taka Nínu. Þó hann sé beðinn um tvö lög og hvorugt þeirra er Nína þá verður hann að taka Nínu líka,“ sagði Sóli sem segir sýninguna hafa fengið frábærar viðtökur en hún er í Bæjarbíói. 

Viðtalið við Sóla má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan en hægt er að fá miða á sýninguna Loksins eftirhermur á tix.is

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir