Hugleikur vekur athygli utan landssteinanna

Hugleikur Dagson
Hugleikur Dagson mbl.is/Styrmir Kári

Myndasögur Hugleiks Dagssonar einkennast af nokkuð svörtum húmor en listamaðurinn hefur löngu skipað sér sess hér á landi sem einn fyndnasti maður landsins en hann er meðal annars einn þeirra sem skrifar Áramótaskaupið í ár.

Fleirum en Íslendingum þykir þó Hugleikur fyndinn og hafa myndasögurnar hans, sem margar hafa verið gefnar út á ensku, vakið athygli víða um heim en hann er meðal annars með 201 þúsund fylgjendur á Facebook og hátt í 90 þúsund á Instagram.

Óútreiknanlegur og skrítinn húmor

Í viðtali við vinsæla erlenda afþreyingarfréttamiðilinn Bored Panda sem birtist í dag ræðir Hugleikur um sköpunarkraftinn á bak við myndasögurnar, um Ísland og komandi verkefni.

í viðtalinu segir Hugleikur að Íslendingar, rétt eins og aðrar þjóðir, væru mótaðir af landslaginu, veðrinu og tungumálinu. 

„Þess vegna erum við hörð, óútreiknanleg og skrítin – það er að segja húmorinn okkar,“ segir hann. 

Lýsti hann þjóðinni jafnframt sem „örvæntingarfullri“.

„Við erum sífellt að leita eftir viðurkenningu frá restinni af heiminum og mér finnst eins og það seytli inn í húmorinn okkar,“ segir Hugleikur í viðtalinu.

Með ýmislegt á prjónunum 

Hugleikur er með ýmislegt á prjónunum um þessar mundir en hann gaf út nýtt dagatal á dögunum, fyrir árið 2022, með uppáhalds myndasögunum hans frá síðustu tveimur til þremur árum. Þá er hann með ýmsan varning og fatnað til sölu á vefsíðu sinni, meðal annars þrívíddarprentaðar fígúrur úr myndasögunum hans. Vinnur hann nú að auki að nýrri myndasögu um með listamanninum Árna Jóni um ofurhetju sem bjargar bara milljarðamæringum. 

View this post on Instagram

A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir