„Gígantískt“ meiri sala af Wellington en hamborgarhrygg

Vinsældir Wellington-jólasteikurinnar eru miklar.
Vinsældir Wellington-jólasteikurinnar eru miklar.

Unga fólkið virðist ekki jafn hrifið af reyktu og söltuðu kjöti á jólunum samkvæmt Jóni Gísla Jónssyni hjá Kjötkompaníinu en hann segir unga fólkið vera að fara meira yfir í nautakjötið.

„Það er gígantískt meiri sala af Wellington – Nauta-Wellington heldur en hamborgarhrygg. Það er sama með hreindýrið. Það er góð sala líka,“ sagði Jón í morgunþættinum ynntur eftur því hvað hann teldi vera með vinsælustu jólasteikunum í ár.

Nautasteik í jólafötum

Telur hann Wellington nautasteikina vera einhvers konar tískufyrirbrigði.

„En þetta er gott,“ sagði hann en sjálfur sagðist hann vera með klassískan hamborgarhrygg á jólunum.  

„Fyrir þá sem borða naut reglulega er þetta kannski eitthvað aðeins öðruvísi og gerir þetta jólalegra. Setur það í jólafötin,“ sagði hann en hann staðfestir að Wellington jólasteikin hefur notið gríðarlegra vinsælda síðastliðin ár og var einnig með mest seldu steikunum um síðustu jól.

Jón Gísli ræddi meira um jólasteikur, meðlæti og tískubylgjur í þættinum en hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að neðan en hægt er að fylgjast með Jóni á instagram þar sem hann kallar sig Icelandic Butcher.

mbl.is

#taktubetrimyndir