Var yfirgefinn sem barn en hrífur nú milljónir

Gabe Adams-Wheatley er fyrirmynd margra en hann er algjörlega hann …
Gabe Adams-Wheatley er fyrirmynd margra en hann er algjörlega hann sjálfur og lætur Hanhart heilkennir, sem lýsir sér þannig að á hann vantar hendur og fætu, lítið hamla sér. Hann giftist ástinni sinni á árinu og heldur áfram að gefa öðrum innblástur á TikTok. Skjáskot af TikTok

Gabe Adams-Wheatley var yfirgefinn við fæðingu en hann fæddist með Hanhart heilkenni, en heilkennið lýsir sér meðal annars hjá honum þannig að hann er hvorki með handleggi né fótleggi. 

Hann hefur þó áhrif á milljónir fylgjenda á Tiktok reikningi sínum þar sem hann deilir meðal annars förðunarmyndböndum, sýnir frá lífi hans og eiginmanns síns og frá því hvernig hann tekst á við daglegt líf án þess að hafa útlimi. 

Gabe, sem er 22 ára gamall, er kynsegin en velur þó að nota karlkynsfornöfn. 

Var hann yfirgefinn á spítala í Brasilíu, við fæðingu, en hann var ættleiddur af fjölskyldu sinni, sem bý í Utah í Bandaríkjunum níu mánuðum eftir fæðingu. 

Í viðtali við UNILAD sagði Gabe að fjölskylda hans hafa reynt allt til að fá að ættleiða hann eftir að þau heyrðu um tilvist hans þegar þau voru að versla í matvöruverslun í Utah. Fengu þau hann eiginlega á heilann, að sögn Gabe, sem var mikil blessun.

Gabe eignaðist nokkur systkini hjá fjölskyldu sinni og lagði móðir hans áherslu á að hann upplifði það ekki að komið væri öðruvísi fram við hann miðað við hin systkinin.

Tvær milljónir fylgjenda

Í æsku notaðist Gabe við hjólastól og glímdi við minnisleysi en fjölskylda hans lagði áherslu á það í uppeldinu að hann væri „sterkur, góðhjartaður, harður af sér, hreinskilinn, tryggur, klár og sjálfstæður,“ og segir hann að þetta allt hafi undirbúið hann undir sjálfstæðið og frelsið sem einkennir hann í dag. 

Þrátt fyrir þetta upplifði Gabe það í æsku að aðrir krakkar í skólanum sem hann gekk í sáu hann aðeins sem „krakkann í hjólastólnum“ og skildu hann útundan. 

Það var ekki fyrr en hann tók þátt í hæfileikakeppni í sjöunda bekk, þar sem hann stóð upp úr hjólastólnum og dansaði, sem fólk fór að líta á hann öðrum augum.

Í dag sýnir hann gjarnan myndbönd af sér að dansa á TikTok en tvær milljónir fylgja Gabe á samfélagsmiðlinum. 

Fann ástina

Hann giftist ástinni sinni á árinu og eru hjónin ótrúlega hamingjusöm en Gabe kynntist eiginmanni sínum árið 2019. 

Gabe hefur opnað sig um það á samfélagsmiðlum hvernig einelti hafði áhrif á sjálfsmynd hans og varð til þess að hann gerði tilraun til sjálfsvígs fyrir sjö árum. Í dag lætur hann skoðanir annarra á honum ekki hafa áhrif á sjálfan sig og leggur áherslu á það að ókunnugir netverjar þekkir hann ekki raunverulega. 

„Þeir sjá mig bara á þann hátt sem ég vona að þeir sjái mig og eins og þeir vilja sjá mig. Það hefur verið að erfitt að minna mig á þetta svo ég taki hlutum ekki of persónulega,“ sagði Gabe. 

Hann deildi fyrsta TikTok-myndbandinu sínu árið 2018 og vonaði hann að samfélagsmiðillinn myndi gefa honum rödd og að hann myndi að auki verða rödd fyrir svo marga aðra, svo sem fólk í samfélagi fatlaðra, fólk í hinsegin samfélaginu og fólk sem glímir við geðvandamál. 

Frá því hefur hann innblásið milljónir.

 Hægt er að fylgjast með Gabe á TikTok.

Unilad.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir