Mamma Birgittu fór að gráta þegar hún heyrði nýja jólalagið

Birgitta Haukdal gefur út glænýtt jólalag í dag, lagið Ég …
Birgitta Haukdal gefur út glænýtt jólalag í dag, lagið Ég man svo vel um jólin. mbl.is/kristinn

Birgitta Haukdal gefur út glænýtt jólalag í dag ásamt Vigni Snæ, lagið Ég man svo vel um jólin en það var frumflutt í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun.

Birgitta og Vignir mættu í K100 stúdíóið og ræddu um nýja lagið, jólin og lífið.  

Minningar frá jólum í Húsavík

„Þetta er erlent lag eftir Joni Mitchell, síðan 1971. Ég sat bara heima við píanóið að raula lagið og textinn kom bara til mín algjörlega áreynslulaust af því að þetta eru bara jólaminningarnar mínar. 

Þetta er um jólin heima, þetta eru minningarnar mínar frá Húsavík,“ sagði Birgitta en fjölskylda hennar fékk að heyra lagið í fyrsta skipti í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Fjölskyldan fékk að heyra lagið í gær, í fyrsta skipti, og mamma bara, þú varst varla byrjuð þegar ég fór að gráta. Hún bara þekkir söguna. Hver einasta setning er jafn mikið hennar minning og mín,“ sagði Birgitta sem segir lagið þó ekki vera neitt „vælulag“.

Fékk loðhúfuna í jólagjöf

Þá barst talið að húfunni sem Birgitta var með í viðtalinu en það er einmitt loðhúfuna frægu sem hún hefur oft sést skarta.

„Ég fékk hana einhverntímann í jólagjöf fyrir ábyggilega tíu, fimmtán árum síðan,“ sagði Birgitta sem sagðist elska að vera með húfu þegar hún hefði lítinn tíma er til að greiða sér, eins og þennan morguninn enda snemma í viðtali í morgunþættinum. 

Hlustaðu á allt viðtalið við Birgittu og Vigni í spilaranum hér að neðan en lagið Ég man svo vel um jólin kemur inn á Spotify síðar í dag. 

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir