Jólagjafirnar fyrir Harry Potter nördann eru lentar

Harry Potter aðdáendur geta nú nördað yfir sig í eldhúsinu …
Harry Potter aðdáendur geta nú nördað yfir sig í eldhúsinu með nýju Le Creuset línunni. Ljósmyndir/Le Creuset

Börnin sem ólust upp við að lesa og horfa á sögurnar um galdrastrákinn Harry Potter eru nú mörg komin á fullorðinsaldur og þurfa nú væntanlega að bera ábyrgð á heimilisstörfum – svo sem á eldamennsku heimilisins. 

Pottafyrirtækið fræga Le Creuset hefur því gefið út glænýja Harry Potter línu fyrir gallharða Harry Potteraðdáendur. Geta þeir nú eldað í sérstökum Harry Potter pottum, með sprotasleifum. Einnig geta þeir eignast tertuuglu og Hogwarts pottalepp svo eitthvað sé nefnt en línan er nú lent á Íslandi og fæst meðal annars í versluninni Kúnígúnd. 


Hér má sjá myndband um línuna.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir