Billie Eilish hefur breyst mikið í gegnum árin

Billie Eilish hefur mikið breyst frá því hún var 15 …
Billie Eilish hefur mikið breyst frá því hún var 15 ára, bæði í útliti og viðhorfi. Skjáskot

Billie Eilish er án vafa ein vinsælasta tónlistarkona samtímans en hún skaust afar ung upp í stjörnuhiminninn.

Vanity Fair hefur nú árlega tekið viðtal við Billie Eilish, frá því 2017 þegar hún var aðeins 15 ára gömul þar sem hún er spurð allra sömu spurninganna, ár eftir ár. Er viðtalið ávallt tekið 18. október en fimmta viðtalið við Eilish við Vanity Fair var birt í gær en í ár er hún orðin 19 ára gömul. Er viðtölunum skellt saman í myndband og er ótrúlega gaman að sjá hvernig ferill, persónuleiki og útlit ungu söngkonunnar hefur þróast og breyst í gegnum árin. 

Segir hún meðal annars frá því í fyrsta viðtalinu að hún sé með 257 þúsund fylgjendur á Instagram en í dag er hún með 94 milljónir fylgjenda. 

Í viðtalinu segist hún hafa breytt viðhorfi sínu varðandi það að vera á meðal fólks og segist vera mun afslappaðri í dag heldur en hún var áður.  Er hún meðal annars alveg ljóshærð í dag og skartar ekki lengur einkennandi græna hárinu sem hún var með í nokkur ár en hún segist ekki vera jafn upptekin af því að standa upp úr og hún var áður.

Viðtalið má sjá hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir