Móðir drengs með einhverfu er snortin yfir viðbrögðum Mjallhvítar

Móðir drengs með einhverfu hrósar leikkonu í Disneylandi, sem fór …
Móðir drengs með einhverfu hrósar leikkonu í Disneylandi, sem fór með hlutverk Mjallhvítar prinsessu í garðinum, fyrir það hvernig hún var til staðar fyrir son sinn á erfiðum tíma í garðinum. Skjáskot af Facebook

Lauren Bergner, móðir drengs með einhverfu, vakti athygli á yndislegu atviki á dögunum sem átti sér stað í Disneylandi. Sonur hennar Brody átti afar erfitt með mannmergðina og leið mjög illa á tímabili og grét.

Segir Bergner, í færslu sem birt var á facebook, að kona sem leikur Mjallhvíti í garðinum hafi séð það á Brody að hann væri að eiga erfiðan dag og að hann væri með sérþarfir og tók hann með sér í göngutúr, í burtu frá mannmergðinni og varði tíma með honum einum. 

Í bréfi sem kemur fram í færslunni, sem Bergner sendi jafnframt á Disneyland lýsti hún samskiptum Brody og Mjallhvítar.

 „Hún kyssti hann, knúsaði og kúrði með honum. Hann lá með höfuðið í kjöltu hennar. Hún tók hann í göngutúr í burtu frá mannmergðinni. Hún var stórkostleg. Hélt í hendina á honum, dansaði við hann, settist með honum á bekk. 

Hún tók svo mikinn tíma frá fyrir hann og var algjör engill. Hún var bókstaflega töfrandi og fjölskylda mín verður ævinlega þakklát og snortin,“ sagði hún en hún biður Mjallhvíti einnig að hafa samband við sig sjái hún færsluna.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir