Manuela er „mjög spennt“ fyrir The Bachelor

Manuela er ekki mjög spennt yfir Clayton, næsta piparsveini í …
Manuela er ekki mjög spennt yfir Clayton, næsta piparsveini í heimi The Bachelor en hún er afar spennt yfir þáttunum enda gerast þeir að hluta til á Íslandi. Samsett ljósmynd

„Ég er mjög spennt fyrir þessari seríu. Aðallega út af því að þetta er að gerast hér [á Íslandi],“ segir Manuela Ósk Harðardóttir athafnakona en hún ræddi um raunveruleikaþættina vinsælu, The Bachelor og The Bachelorette í Helgarútgáfunni. Vísaði hún í þá staðreynd að piparsveinninn, Clayton Echhard, í næstu Bachelor-seríu, sem hægt verður að sjá í janúar, eyddi lokametrunum hér á Íslandi ásamt síðustu konunum sem keppast um ástir hans í þáttunum. 

„Ég er ekkert spennt yfir Clayton sjálfum. Mér finnst hann ekkert frábær týpa þannig – en þetta verður ótrúlega gaman að sjá,“ sagði Manuela en hún ræddi einnig um stórskemmtilegan eltingaleik stjörnufréttakonunnar Evu Ruzu á dögunum við Clayton og tökulið The Bachelor niðri í miðbæ Reykjavíkur.

Sagðist Manuela þó vera vel dottin í The Bachelorette-þætti piparjónkunnar Michelle Young en hún sendi Clayton einmitt heim í einhverjum af síðustu þáttum seríunnar.

Michelle Young er piparjónka nýjustu Bachelorette seríunnar sem er brátt …
Michelle Young er piparjónka nýjustu Bachelorette seríunnar sem er brátt að klárast. Hún sendi Clayton, nýjasta piparsveininn í bachelorheiminum, heim í nýlegum þætti. AFP

Hún ræddi um allt og ekkert varðandi The Bachelorette í Helgarútgáfunni við þau Önnu Möggu, Einar Bárðar og Yngva Eysteins og giskaði á það hver hún teldi að myndi vinna hjarta Michelle í þáttunum – en nú eru aðeins þrír þættir eftir af seríunni.

Hlustaðu á bachelorspjall Manuelu í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir