Mána er „drullusama“ um að vera kallaður illum nöfnum

Máni
Máni

Þorkell Máni Pétursson, oftast kallaður Máni, segist hafa fengið nóg af því að vera alltaf röflandi eftir 14 ár í útvarpsþættinum Harmageddon sem hann stýrði á X-inu ásamt Frosta Logasyni en hann gaf út bók á dögunum, bókina Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi.

Hann mætti í stúdíó K100 í dag þar sem hann ræddi um lífið og nýju bókina. 

Sagðist hann oft hafa farið viljandi í þann „gír“ að vera á móti hvaða skoðun sem var á borðinu en hann viðurkenndi að hann væri með greinda mótþróaþroskaröskun sem lýsti sér meðal annars þannig. 

Yfirleitt ekki illa meint

„Síðan kom alveg fyrir að maður varð pirraður og reiður. Maður hafði einhverja skoðun á hlutunum og þá var rosa fínt að geta látið menn heyra það,“ sagði Máni í viðtalinu við þau Kristínu Sif, Jón Axel og Ásgeir Pál. 

Sagðist hann oft hafa lent í því að fólk kallar hann illum nöfnum úti á götu, en segir að það sé yfirleitt ekki illa meint. 

„Það er venjulega því að maður er búinn að vera þessi hrokagikkur. Þá eru þau ekkert að meina þetta illa. Þau eru bara eitthvað: „Máni fokkaðu þér“, yfir götuna á Laugarveginum. Og ég bara maður er bara bíddu hver er þessi maður?“ sagði Máni sem segist ekki taka slíkt nærri sér. 

„Drullusama“ um hvað ókunnugum finnst

„Ég tek meira nærri mér ef einhver er að drulla yfir einhvern vin minn. Það kemur fyrir að maður sér eitthvað á netinu og þar sem þú ert bara bíddu ég er ekki þessi maður. En ef þú veist það sjálfur þá skiptir það engu máli,“ sagði Máni. 

Fólk hefur kallað mig Máni þetta, Máni hitt, karlremba og hálfviti og hvað sem er,“ sagði Máni en hann bætti við að í grunninn væri honum „drullusama“ um þetta enda vissi fólk sem virkilega þekkti hann hvaða mann hann hefði að geyma raunverulega.

Máni ræddi um bókina, Ekki vera svona mikill aumingi sem hann segir að hafi verið í vinnslu í um 10 ár en hún er skrifuð sérstaklega með unga karlmenn í huga og er afar auðlesin að sögn Mána. Er um að ræða sjálfshjálparbók fyrir karlmenn sem vita að sjálfshjálparbækur eru bara fyrir aumingja. 

 Hlustaðu á allt viðtalið við Mána í Ísland vaknar í spilaranum hér að ofan en hægt er að kaupa

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir