Elenora er fædd á Þorláksmessu og vill engu breyta um jólin

Elenóra Rós eða Bakara-Nóra er mikið fyrir hefðir á jólunum …
Elenóra Rós eða Bakara-Nóra er mikið fyrir hefðir á jólunum en sjálf er hún sannkallað jólabarn og fædd á Þorláksmessu. mbl.is/bakaranora.com

„Ég er hryllileg í hefðum. Það má engu breyta hjá mér. Það þarf að vera nákvæmlega sami matur. Það þarf að opna pakkana eins og er alltaf gert. Það verður allt að vera eins,“ segir bakarinn Elenora Rós en hún prýðir nú forsíðu fyrsta Hátíðarmatarblaðs Matarvefs mbl. Hún ræddi um jólahefðir og smákökur í morgunþættinum Ísland vaknar.

Elenóra Rós prýðir forsíðu fyrsta Hátíðarmatarblaðs Matarvefs mbl sem unnið …
Elenóra Rós prýðir forsíðu fyrsta Hátíðarmatarblaðs Matarvefs mbl sem unnið er í samstarfi við Hagkaup. Þema blaðisins eru smákökur. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

„Við erum að tala um að ég horfi á jólamynd með bróður mínum á hverju einasta ári. Svo eitt árið bjó hann í Danmörku og við gátum ekki horft saman á jólamynd og jólin mín voru bara ekki eins,“  sagði Elenora en hún segir að nú sé komin ný hefð hjá henni um jólin og það er að byrja aðfangadagsmorgun uppi í vinnu.

„Mér finnst það ógeðslega gaman. Ég elska að vakna snemma. Það eru allir í geggjuðu skapi. Það er allir ógeðslega spenntir fyrir jólunum. Að fara og baka. Fara síðan heim. Gera sig fína og halda jólin,“ lýsti Elenora en hún segir jólin vera hálfgerð uppskeruhátíð bakara. 

Þá sagði hún að jólin snerust einnig að miklu leyti um afmæli hennar, sem 23. desember á Þorláksmessu.

Sjáðu allt viðtalið við Elenoru Rós hér að neðan en hægt er að lesa hátíðarmatarblað matarvefsins hér.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir