Snilldarráðið fyrir grjótharða smjörið

Smjör á það til að harðna inni í ísskáp og …
Smjör á það til að harðna inni í ísskáp og þá getur verið vandi að smyrja brauðið - sérstaklega ef maður hefur ekki tíma til að láta það standa í einhvern tíma. Eggert Jóhannesson

Hver kannast ekki við pirringinn við að reyna að smyrja ristaða brauðsneið með grjóthörðu smjöri beint úr ísskápnum.

Tiktokstjarnan og matarsnillingurinn Kriss, sem kallar sig Krisslovesfood á TikTok, er með lausnina á þessu en hún er einfaldlega að nota rifjárn á smjörið. 

Þetta kann að hljóma furðulega en með því að nota rifjárn verður mun auðveldara að smyrja brauðsneiðina. 

Hann deildi húsráðinu á samfélagsmiðlinum í myndskeiði en það má sjá hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir