Dádýr olli glundroða í skólastofu

Hjörtur nokkur gerði sig heimkominn í kennslustofu í Bandaríkjunum. Honum …
Hjörtur nokkur gerði sig heimkominn í kennslustofu í Bandaríkjunum. Honum var að lokum vísað úr skólanum eftir að hann rusla nokkuð mikið til í stofunni. Skjáskot

Ungur hjörtur olli nokkrum glundroða í grunnskóla í Tennessee í Bandaríkjunum í síðustu viku en það náði, samkvæmt heimildum UPI, að troða sér inn um neyðarútgang og inn í skólastofu. 

Myndband náðist af hirtinum í skólastofunni og má þar sjá að hann náði að valda nokkrum usla í skólastofunni.

Dýrið róaðist þó fljótlega og var að lokum leitt út úr skólanum af lögreglumanni og var því í kjölfarið sleppt.

Myndskeiðið af dádýrinu í skólastofunni má sjá hér að neðan.

UPI.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir