Camilla „gekk berserksgang“ á fyrsta í aðventu

Camilla Rut er mikið jólabarn og er lítið að stressa …
Camilla Rut er mikið jólabarn og er lítið að stressa sig fyrir jólunum en hún segist þó „ganga berserksgang“ fyrsta sunnudag í aðventu þar sem jólin fara í gagn á hennar heimili. Þá setur fjölskyldan meðal annars jólatréð upp. Skjáskot/Instagram-síða Camillu

Camilla Rut, áhrifavaldur og athafnakona byrjaði jólin heldur betur í gær, fyrsta sunnudegi í aðventu, en hún setti upp jólatré, fékk jólasveina í heimsókn, bakaði smákökur, setti saman piparkökuhús og skreytti í gær, en hún ræddu um jólaskapið í morgunþættinum Ísland vaknar í dag. 

Sallaróleg fram að jólum

„Ég bíð eftir fyrsta í aðventu – ég bíð eftir þessum degi allt árið. Þarna geng ég berserksgang,“ sagði sagði Camilla í þættinum en hún segist að öðru leyti vera alveg sallaróleg fram að jólum. Pantar hún flestar gjafirnar á netinu og fær þær sendar heim og er almennt lítið að stressa sig í aðdraganda jóla – en nýtur sín þó vel í jólahefðunum.

„Við fengum svo jólasveina.is, frá askasleiki.is,“ sagði Camilla sem segist vera fegin að hafa skellt í smákökur enda elski jólasveinar smákökur.  

„Við vorum mjög glöð að fá þá. Ég veit ekki hvor hafði meira gaman af því ég eða strákarnir,“ sagði Camilla og átti við syni sína tvo sem fengu að hitta jólasveinana í gær.

Hún sagðist þó hafa smá áhyggjur af ferð sinni til London sem hún var með á planinu á næstunni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Camilla ræddi um jólahefðir og stúss fyrir jólin í þættinum en hún er nú að leita að fullkomnu jólanáttfötunum en fjölskyldan heldur svokölluð náttfatajól þar sem allir eru í náttfötum.

Sjáðu spjallið í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir