Neitaði að halda framhjá Pam

Pam og Jim eru í miklu uppáhaldi margra. aðdáenda The …
Pam og Jim eru í miklu uppáhaldi margra. aðdáenda The Office.

The Office eru án vafa með vinsælustu gamanþáttum fyrr og síðar og er það meðal annars að þakka persónunum Jim Halpers (John Krasinski) og Pam Beesly (Jenna Fischer). 

Ástarsamband þeirra í þáttunum er nokkuð sveiflukennt en John Krasinski, sem fer með hlutverk Jim í þáttunum, segir að þrátt fyrir það hafi hann þverneitað á einum tímapunkti að samþykkja ákveðinn söguþráð sem hafði verið skrifaður fyrir parið. 

Samkvæmt handritinu átti Jim að halda framhjá Pam, á meðan hún var í fæðingarorlofi. Átti hann meðal annars að kyssa Cathy Simms, sem leysti Pam af í þáttunum, inni á hótelherbergi.

„Þetta er í eina skipti sem ég man eftir því að ég sagði hingað og ekki lengra,“ skrifar Krasinski í nýrri bók um Office þættina, bókin „Welcome to Dunder Mifflin: The Ultimate Oral History of the Office“. 

„Ég man að ég sagði hluti sem ég hélt ég myndi aldrei segja, eins og: Ég er ekki að fara taka þátt í þessum tökum,“ sagði Krasinski.

„Það er mín tilfinning að það er ákveðinn þröskuldur sem þú getur farið yfir hjá áhorfendum. Þeir eru svo tryggir. Við erum búin að sýna þeim svo mikla virðingu. En það eru ákveðnir tímapunktar þar sem þú getur ýtt þeim of langt og þá koma þeir ekki aftur. Og ég held að þeir myndu ekki koma til baka aftur ef þú myndir sýna Jim að halda fram hjá,“ sagði hann. 

Höfundurinn Greg Daniels fór eftir ráðleggingum Krasinski og breytti senunni sem er í áttundu seríu þáttanna.

Nypost.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir