Ali úr Squid Game slær í gegn með eldamennsku

Anupam Tripathi leikur hinn ljúfa Ali í Squid Game þáttunum …
Anupam Tripathi leikur hinn ljúfa Ali í Squid Game þáttunum en hann hefur slegið í gegn í raunveruleikaþætti þar sem áhorfendur fá að skyggnast inn í líf hans og fylgjast með honum elda. Netflix

Eins og flestir vita eru netflixþættirnir Squid Game einhverjir vinsælustu þættir frá upphafi. 

Einn af persónum Squid Game er hinn ljúfi Ali sem leikinn er af Anupam Tripathi, sem er indverskur að uppruna, og er sérlega vinsæll meðal aðdáenda þáttanna. 

Leikarinn tók þátt í kóreska raunveruleikaþættinum Home Alone en þar fær fólk að skyggnast inn í líf og inn á heimili stjarna sem búa einar. Í þættinum eldar Tripathi einfaldan indverskan rétt frá grunni inni á heimili sínu. Myndbandið, sem er afar heimilislegt og sýnir hversu jarðbundinn Tripathy raunverulega er, hefur vakið gífurlega athygli á Youtube, þar sem yfir fjórar og hálf milljón hafa fylgst með honum elda matinn. 

Myndbandið má sjá hér að neðan. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir