Uppáhaldshlaðvörp Begga Ólafs – Vill læra af áhugaverðu fólki

Beggi Ólafs er maðurinn á bakvið hlaðvarpið 24/7 en hann …
Beggi Ólafs er maðurinn á bakvið hlaðvarpið 24/7 en hann er hlaðvarpsstjórnandi vikunnar á K100 og deiliir hér fimm áhugaverðum hlaðvörpum sem eru í uppáhaldi hjá honum. Ljósmynd/aðsend

Fyrirlesarinn Bergsveinn Ólafsson, eða Beggi Ólafs eins og hann er jafnan kallaður, er maðurinn á bak við hlaðvarpið 24/7 en hann segist hafa byrjað með hlaðvarpið vegna þess að hann hafði þörf til að tjá sig og læra af áhugaverðu fólki. Hefur hann fengið margt áhugavert fólk í viðtal til sín en í síðustu þremur þáttum fékk hann til sín Davíð Tómas, körfuboltadómara og fyrrverandi rappara, Andra Snæ rithöfund og grínistann Sveppa.

„Tilgangur 24/7 er að spyrja spurninga sem gefur okkur innsýn í hvernig áhugavert fólk horfir á heiminn og þeirra lærdóm í lífinu svo að við getum lært af þeim og hagnýtt þá vitneskju í okkar eigið líf,“ segir Beggi.

K100 fékk hann til að deila sínum uppáhaldshlaðvörpum. 

Making Sense

„Sam Harris er taugavísindamaður og heimspekingur og hann er með áhugaverðar pælingar um lífið og tilveruna. Ræðir oft mikil hitamál sem eru í gangi í heiminum hverju sinni og fær áhugaverða sérfræðinga í heimsókn sem maður getur lært af.“

The Happiness lab

„Dr Laurie Santos kennir vinsælasta áfanga í sögu Yale, vísindi vellíðunar. Í hlaðvarpinu tengir hún vísindi, heimspeki og sögur um hamingju á áhugaverðan máta.“

The Jordan B. Peterson Podcast

„Jordan er frægasti og áhrifamesti sálfræðingur nútímans. Hann stendur ekki á skoðunum sínum og talar um mikilvæg og krefjandi málefni frá mörgum sjónarhornum. Skilaboðin frá honum til að bæta líf fólks eru aðdáunarverð.“

Dare to Lead

„Brené Brown er drottningin sem kenndi okkur berskjöldun og hugrekki. Í hlaðvarpinu spjallar hún við leiðtoga, og aðra sérfræðinga, um þeirra rannsóknir og sögur sem hafa hjálpað þeim og fyrirtækjum í að ná árangri.“

The Tim Ferris Show

„Dett inn á milli í Tim Ferris sem hefur lært inn á þá sem ná árangri frá ýmsum hliðum. Hefur einstaka nálgun með spurningum sínum í hlaðvarpinu.“

Hægt er að hlusta á fjöldann allan af íslenskum hlaðvörpum á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir