Segist hafa mætt nærbuxna- og sokkalaus í viðtal en er með lausnina

Katrín Edda var að gefa út nýja dagbók.
Katrín Edda var að gefa út nýja dagbók. Mbl.is/Mynd aðsend

Áhrifavaldurinn Katrín Edda hefur nú gefið út glænýja og einstaka dagbók fyrir nýja árið. Er um að ræða dagbók þar sem farið er yfir nýjar leiðir til að innleiða góðar venjur út frá skilgreiningu innri gilda og skýrri markmiðasetningu sem hámarka afköst og árangur. 

Hún mætti í Ísland vaknar á K100 og ræddi um dagbókina og það hvernig hægt er að raunverulega ná markmiðum sínum. Dagbókin er komin út á króníku.is en hún verður fáanleg í öllum helstu bókaverslunum á næstunni.

„Mér fannst vanta dagbók á íslenskan markað sem mér fannst vera skilvirk til að bæta lífið og á sama tíma til að halda plani og skipulagningu,“ sagði Katrín Edda en hún segir fólk oft vera með óraunhæfar kröfur hvað varðar markmið.

„Fólk byrjar á að setja sér markmið og hugsar sér svo kannski: Hvernig ætla ég að ná þessu markmiði? Og ætlast svo „automatically“ að þú breytist í þess konar manneskju sem uppfyllir svona markmið,“ úrskýrði Katrín. 

Tók hún dæmi um að hún ætlaði kannski að setja sér það markmið að hlaupa 100 kílómetra í mánuðinum. 

Hvers konar manneskja vil ég vera?

„Nú er ég að fara út að hlaupa og þá breytist ég allt í einu í hlaupara? Í rauninni ætti ég að byrja í hinum enda peningsins. 

Segja: Hvers konar manneskja vil ég vera? Hvað er fyrir mér mikilvægt. Er það yfir höfuð mikilvægt fyrir mér að geta hlaupið,“ sagði Katrín. „Ég myndi kannski segja að helbrigði sé mikilvægt. Vera manneskja sem stundar íþróttir. Sem er með gott mataræði. Þá myndi ég í raun hugsa hvers konar rútínu og hvers konar venjur út frá því,“ sagði hún en hún sagði að í framhaldi af því væri hægt að setja sér markmið. 

„Þetta er í rauninni bara að innleiða góðar venjur og losa sig við vondar venjur,“ sagði Katrín. 

„Er algjörlega úti um allt“

Barst þá talið að óskipulagningu en Katrín segist vera „sjálfgreind og greind af öllum heiminum með ADHD“. 

„Ég var einmitt að segja núna, í djóki, að ég er nærbuxnalaus og sokkalaus vegna þess að ég gleymdi að taka það með mér í sturtu,“ sagði Katrín og uppskar hlátur í stúdíóinu. „Ég er algjörlega úti um allt,“ bætti Katrín við en hún segir dagbókina vera fulla af fróðleik um það hvernig maður geti komið góðum venjum inn og losnað við slæmar venjur, auk þess sem áhersla er á þakklæti og það að huga að andlegri heilsu. 

„Svo lífið snúist ekki bara um skipulagningu. Ekki bara um að mæta á einhverja fundi og tikka í öll boxin heldur líka að geta slakað á,“ sagði Katrín Edda. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir