Metþátttaka kom á óvart

Þóra Sig, umsjónarmaður matarvefsins, tilkynnti vinningshafana á bak við súkkulaðidrykk …
Þóra Sig, umsjónarmaður matarvefsins, tilkynnti vinningshafana á bak við súkkulaðidrykk ársins í dag. Colourbox/Íris Dögg Einarsdóttir

Þóra Sigurðardóttir tilkynnti vinningshafa í kakóleik Nóa-Síríusar, matarvefsins og K100 í beinni útsendingu í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.

„Við sendum út kallið og þjóðin svaraði,“ sagði Þóra en hún segir dómnefndina hafa verið „örvinglaða“ vegna fjölda uppskrifta en metþátttaka var í keppninni. 

„Þetta var svo mikill fjöldi og þetta voru svo geggjaðar uppskriftir. Það er eiginlega svona stóra málið. Þannig að ég sendi út neyðarboð í gærkvöldi – ég get ekki valið bara þrjár. Ég verð að fá að taka tíu. Þá verðum við bara að búa til aukavinninga fyrir það,“ sagði Þóra en upphaflega áttu vinningshafarnir aðeins að vera þrír.

„Kakó er ekki lengur kakó“

„Ég verð að fá að búa allar þessar uppskriftir til og mynda þetta og deila með þjóðinni. Því við erum að tala um að kakó er ekki lengur kakó. Það er bara búið að sprengja það í tætlur,“ sagði Þóra áður en hún kynnti vinningshafa keppninnar en heyra má upptöku af því hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir