Lego sem allir Friends aðdáendur þrá að eignast

Fjölmargar vísanir í Friends þættina er að finna í Friends-legosettinu …
Fjölmargar vísanir í Friends þættina er að finna í Friends-legosettinu sem kom út á árinu.

Legosett sem er byggt á heimi Friends þáttanna er að gera allt vitlaust meðal Friends aðdáenda en legosettið, sem kom út á árinu, er yfirfullt af skemmtilegum vísunum í þættina. 

Má þar meðal annars sjá hægindastóla Chandlers og Joeys, kalkún sem má tylla á höfuð Monicu og Joeys, dúkkuhús Phoebe, ostakökuklessu og hnífapör, stöng til að pota í „ljóta nakta manninn“ sem vinirnir notuðu til að athuga hvort hann væri á lífi og fjölmargt fleira.

Samkvæmt heimildum K100 er settið því miður ekki væntanlegt til Íslands fyrir jól en settið á að koma til landsins einhverntímann eftir áramót.

Legogagnrýnandinn og aðdáandinn Ashnflash fer skilmerkilega yfir allar tilvitnanir og vísanir í þættina sem finna má í legosettinu í myndskeiði á Youtube en þar má sjá öll smáatriði settsins. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir