Glænýtt á Netflix og öðrum streymisveitum fyrir aðventuna

Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og þá má jólakósífílingurinn …
Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og þá má jólakósífílingurinn formlega byrja fyrir framan sjónvarpið - en nóg er um að velja á streymisveitum um þessar mundir. mbl.is/Unsplash

Nú þegar aðventan er formlega að ganga í garð fara jólamyndir og þættir að hrúgast inn á streymisveitur en auk þess sem fjöldinn allur af nýju og spennandi efni aðgengilegt um helgina. K100 tók saman það allra helsta. 

Kvikmyndir og þættir á Netflix

A Boy Called Christmas

Ævintýralega Netflix-jólamyndin A Boy Called Christmas er komin inn á streymisveituna. Ungur drengur að nafni Nikolas leggur af stað í ævintýr til að leita að föður sínum og uppgötvar álfabæinn Elfhelm. Hann tekur með sér hreindýrið Blitzen og trygga gæludýramús í ferð þar sem hann uppgötvar hvert hlutverk hans á að vera. Henry Lawfull fer með hlutverk Nikolas en meðal leikara í myndinni er hin frábæra Maggie Smith sem er meðal annars þekkt fyrir hlutverk sitt sem McGonagall í Harry Potter myndunum.

Bruised

Halle Berry leikstýrir og leikur í nýju íþróttadrama sem fjallar um konu sem keppir í blandaðri bardagalist og gefst ekki upp og snýr aftur inn í hringinn nokkrum árum eftir að hún hættir. Hún þarf að takast á við erfiðleika bardagalistinni sem og í lífinu. Allt fer í háaloft þegar sonur hennar, sem hún gaf frá sér sem unga barn, birtist á dyraþrepinu hjá henni. 

True Story

Hversu langt gengur þú þegar þú þarft að vernda þína nánustu. Kevin Hart og Wesley Snipes, leika bræður í nýrri Netflix seríu þar sem þeir blandast inn í stjörnuheiminn sem er yfirfullur af glæpum og lygum.

A Castle for Christmas

Frægi rithöfundurinn Sophoe Brown ferðast til Skotlands í þeirri von að geta keypt sinn eigin kastala. Eigandi kastalans sem hún hefur augastað á, hertoginn af Dunbar, er þó ekki hrifinn af því að selja kastalann til útlendings. Ástin spyr þó ekki um neitt og leiðir þau bæði á ótroðnar slóðir. 

Dig Deeper: The Disappearance of Birgit Meier

Hvarf hinnar þýsku Birgit Meier er til umfjöllunar í þessum áhugaverðu þýsku heimildamynd sem er nýkomin á Netflix. 

School of Chocolate

Súkkulaðilistamenn takast á um það að fá titilinn besti súkkulaðilistamaðurinn í raunveruleikaþáttunum School of Chocolate. 

14 Peaks: Nothing is Impossible 

Óhræddur fjallagarpur frá Nepal, Nimsdai Purja, leggur af stað í nánast ómögulegan leiðangur þar sem hann ætlar að klífa 14 tinda sem eru yfir 8000 metra háir á aðeins sjö mánuðum. 

Þættir og kvikmyndir á Disney+

Hawkeye

Tveir fyrstu þættirnir af Marvel sériunni Hawkeye eru komnir inn á Disney+. Hér fá Marvel aðdáendur loks að skyggnast inn í líf bogamannsins í Avenger-ofurhetjuhópnum, Hawkeye, í þáttum með jólalegu ívafi. 

The Beatles: Get Back

Tveir hlutar af þessari þriggja hluta seríu um Bítlana er komið inn á Disney+. Peter Jackson, sem er þekktastur fyrir að leikstýra Lord of the Rings, er á bak við þessa mögnuðu heimildarmynd sem er yfirfull af áður óséðu efni um þessa mögnuðu hljómsveit. Bítlaaðdáendur verða ekki sviknir. Síðasti þátturinn er væntanlegur á morgun, 27. nóvember.

 Elves

Jólin koma snemma þetta árið en ekki með þeim hætti sem þú kannski býst við – í jólahrollvekjunni Elves. Jólafríið fer ekki vel með fjölskyldu sem ætlar að njóta sín á einangraðri eyju, þar sem eitthvað fornt og illt leynist. 

Kvikmyndir og þættir á Viaplay

The Box

The Box er dramatískur sálfræðikrimmi með yfirnáttúrulegu ívafi. Þar fylgjumst við með Sharon Pici (Anna Friel), lögregluþjóni í Kansas City, sem flækist inn í rannsókn sem fljótlega breytist í martröð. Grunuð kona deyr í yfirheyrsluherberginu á meðan rannsóknarlögreglumaðurinn Sharon Pici er að sækja kaffi. Lovell, starfsbróðir hennar, kennir henni um, en ekki er allt með felldu því óútskýranlegir hlutir virðast vera í gangi á lögreglustöðinni. Atburðirnir virðast fá mikið á Pici, sem veit ekki hvað er raunverulegt og hvað ekki.
The Box er framleiðsla á ensku með alþjóðlegum leikarahópi og þáttaröðin var tekin upp í heild sinni í Cirkus í Stokkhólmi, þar sem sænska teymið (Viaplay Studios) reisti alvöru bandaríska lögreglustöð, með búningsklefum, skrifstofum, yfirheyrsluherbergjum og öllu tilheyrandi.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir