Vel kæst jólalag og brennivín

Sverrir Bergmann er kominn í jólagír.
Sverrir Bergmann er kominn í jólagír.

Tónlistarmaðurinn og kennarinn Sverrir Bergmann hefur verið iðinn við listsköpun upp á síðkastið en hann gaf á dögunum út glænýtt skötulag ásamt Fiskikónginum. Hann ræddi um nýja lagið, sem ber viðeigandi heitið Á Þorláksmessu, í morgunþættinum Ísland vaknar en þar ræddi hann jafnframt um lífið og tilveruna, starf sitt sem kennari og komandi jólatónleika sem hann tekur þátt í. 

Aðspurður svaraði Sverrir glettnislega að jú, það væri kæst lykt af nýja laginu en það má heyra hér. 

Þá sagði Sverrir að hann nyti þess að vera kennari.

„Ég er að komast að því núna í fyrsta skipti, þegar maður er kominn í þetta starf sjálfur. Að þetta er ekkert svo mikið um að kenna endilega. Þetta er líka bara um að vera með fólki,“ sagði Sverrir sem sagðist yfirleitt vera frekar strangur kennari.

Spjallið við Sverri er í heild sinni hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir