Nýir fantasíuþættir sem maður límist við

FantasíuþættirnirThe Wheel of Time sló í gegn hjá þáttagagnrýnandanum Ragga.
FantasíuþættirnirThe Wheel of Time sló í gegn hjá þáttagagnrýnandanum Ragga.

Fantasíuþættirnir The Wheel of Time á Amazon Prime slógu í mark hjá kvikmynda- og þáttagagnrýnandanum Ragnari Eyþórssyni eða Ragga en hann mætti í Síðdegisþáttinn á dögunum og ræddi um þættina.

Meiri Hringadróttinssaga en Krúnuleikar

„Fyrir fantasíunördana þá hallar þetta nær Lord of The Rings frekar en nokkurn tímann Game of Thrones,“ sagði Raggi en hann segist hafa verið límdur við þessa fyrstu þrjá þætti sem voru komnir þegar hann horfði á þá. 

Rosamund Pike leikur aðalhlutverkið, hina göldróttu Moiraine Damodred í þáttunum sem fjalla um ákveðinn útvalinn einstakling, eins og svo margar fantasíusögur, samkvæmt Ragga.

Byggt á vinsælli fantasíuseríu

„Fyrir einhverjum hundruðum árum var manneskja sem hleypti eiginlega illu inn í heiminn og núna mörgum árum seinna á sú manneskja að hafa endurfæðst. Ekki er vitað hver það er og það er hópur af fimm sem koma til greina og Rosemund Pikes er að reyna að koma þessum fimm undan þeim sem vilja drepa þau,“ útskýrði Raggi. Hvílir það á herðum þess útvalda að bjarga heiminum frá hinu illa.

Eru þættirnir gerðir eftir fjórtán fantasíubókum sem voru gefnar út frá 1990-2013 frá höfundinum Robert Jordan en hann lést 2007 og þá tók höfundurinn Brandon Sanderson við og kláraði bókaseríuna með því að nota glósur frá Jordan. 

„Fyrstu þrír þættirnir koma á sama degi á Amazon og ég gat ekki slökkt,“ sagði Raggi.

Þættirnir fá 7,4 á IMDB og 72% á Tomatometer á Rotten Tomatoes. Áhorfendur gefa þáttunum 82%. 

Hlustaðu á Ragga ræða um Wheel of Time í spilaranum hér að neðan en hann gagnrýndi einnig Netflix þættina Cowboy Bebop í Síðdegisþættinum.

mbl.is

#taktubetrimyndir