Fá að versla frítt á svörtum föstudegi

Tveir heppnir einstaklingar fá að versla frítt með K100 á …
Tveir heppnir einstaklingar fá að versla frítt með K100 á svörtum föstudegi sem gengur í garð á föstudaginn næstkomandi. Ljósmynd/Colourbox

Svartur föstudagur gengur í garð á föstudag með tilheyrandi tilboðum og kaupæði.

Tveir heppnir einstaklingar gætu átt von á sannkölluðu kaupæði með K100 á föstudag, fá að fara í verslunarleiðangur og borga ekkert fyrir það. 

Verða einstaklingarnir sóttir á  Volkswagen ID.4 frá Hekla bílaumboðinu um morguninn og fá að versla á nokkrum vel völdum stöðum þar sem þeir fá trít og gjafir. 

Hægt er að taka þátt í leiknum á facebooksíðu K100 þar sem þarf að merkja þann sem viðkomandi vill taka með sér í leiðangurinn sem mun taka allan daginn.

Munu vinningshafar meðal annars heimsækja Blush, comma Iceland, Vogue fyrir heimilið, Fjallakofann, Sport 24, Lífstykkjabúðina og Vila.

Hægt er að taka þátt á Facebook hér

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir