Hestafólk stendur saman undir myllumerkinu #égelskahesta

Myllumerkið #égelskahesta virðist hafa tekið yfir hestasamfélagið á Facebook en …
Myllumerkið #égelskahesta virðist hafa tekið yfir hestasamfélagið á Facebook en fjölmargt hestafólk hefur nú deilt mynd af sér ásamt hestinum sínum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýtt myllumerki, #égelskahesta, hefur farið sem eldur um sinu á Facebook síðastliðinn sólarhring en þar er fólk hvatt til að birta mynd af sér og hestinum sínum til að bæta ímynd hestamennskunnar sem fullyrt er að eigi undir högg að sækja. 

Vísar átakið í myndband dýraverndunarsamtakanna AWF/TSB sem sýnir óviðunandi verklag við blóðtöku úr fylfullum hryssum og kemur fram í texta sem nú er í deilingu á samfélagsmiðlinum að flestir hestamenn séu gott fólk sem hugsi vel um hestana sína og elski þá.

Hafa fjölmargir tekið þátt í átakinu á Facebook með því að deila mynd af sér með hestum og afrita textann en meðal þeirra sem hafa tekið þátt er hrossaræktunin Koltursey. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir