Pete Davidson með veglegan sogblett á stefnumóti við Kim

Kim Kardashian West og Pete Davidson virðast skemmta sér saman.
Kim Kardashian West og Pete Davidson virðast skemmta sér saman. Samsett mynd

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Nú leiðast Kim Kardashian og Pete Davidson um allar trissur, sitja saman útað borða, flissa eins og táningar og virðast skemmta sér vel. 

Þau virðast skemmta sér það vel að núna velta fjölmiðlar því fyrir sér hvort Kim sé nartari. 

Ha, nartari hugsið þið? – og já, ég veit að þið hugsið það.

Pete skartar um þessar mundir veglegum sogbletti á hálsinum, og ekki sýgur hann sjálfur á sér hálsinn.

Hann er ekki að deita aðra skvísu i augnablikinu, þannig að nú beinast öll spjót að minni konu, Kim. 

En það sem ég held, og ég þekki Kim frekar vel, að þá held ég að þau hafi viljandi gert þennan sogblett til að fá nákvæmlega þessi viðbrögð. 

Fá pressuna á hliðina. 

Ekki veit ég hvað Kanye er að hugsa núna en ég gæti trúað að hann væri loco. 

Það er bara mín kenning – og þær eru oftast réttar. 

View this post on Instagram

A post shared by Daily Mail (@dailymail)mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir