Lumar þú á besta súkkulaðidrykknum?

K100 og matarvefurinn leitar að besta súkkulaðidrykk ársins í samstarfi …
K100 og matarvefurinn leitar að besta súkkulaðidrykk ársins í samstarfi við Nóa Síríus og allir geta tekið þátt með því að deila sinni bestu uppskrift. mbl.is/Colourbox

Það er greinilegt að Íslendingar luma á frábærum hugmyndum að súkkulaðidrykkjum því nú hafa tugir gómsætra uppskrifta borist inn í keppni Nóa-Síríusar, Matarvefjarins og K100 fyrir besta súkkulaðidrykk ársins. 

Fjölbreyttar uppskriftir hafa borist

Innihalda uppskriftirnar allt milli himins og jarðar og margar afar furðulegar hugmyndir hafa borist inn sem ganga samt fullkomlega upp. 

Bæði hafa borist uppskriftir að drykkjum sem innihalda áfengi og svo hafa fjölskyldur sameinast í að senda gamlar fjölskylduuppskriftir.  

Enn er þó tími til að taka þátt í leiknum en nú fer þó hver að verða síðastur því að þrír bestu súkkulaðidrykkirnir verða valdir á föstudaginn, 26. nóvember. 

Eina reglan er að uppskriftirnar innihaldi Síríus-suðusúkkulaði, hvort sem það er þetta klassíska sem allir þekkja eða einhverjar af þeim skemmtilegu bragðtegundum sem fáanlegar eru.  

Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu uppskriftirnar að mati dómnefndar, auk þess sem frumlegasta uppskriftin fær veglaug verðlaun.

Fyrir fyrsta sætið:

30 þúsund króna gjafabréf í Hagkaup og risagjafakarfa frá Nóa-Síríusi.

Fyrir annað sætið:
20 þúsund króna gjafabréf í Hagkaup og vegleg gjafakarfa frá Nóa-Síríusi.

Fyrir þriðja sætið:

10 þúsund króna gjafabréf í Hagkaup og vegleg gjafakarfa frá Nóa-Síríusi.

Sendu uppskriftina hingað eða á netfangið uppskrift@k100.is og hver veit; þú gætir unnið einhver af þeim stórglæsilegu verðlaunum sem í boði eru.

mbl.is

#taktubetrimyndir