„Einn staf­ur en risa­stór breyt­ing á hug­ar­fari“

Elisabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Aldis Pálsdóttir og Nanna Kristin Tryggvadóttir …
Elisabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Aldis Pálsdóttir og Nanna Kristin Tryggvadóttir taka sig vel út í nýju Konur eru konum bestar bolunum en þær eru allar hluti af teymi átaksins.

„Við erum svolítið duglegar að draga hver aðra niður frekar en kannski að standa saman og halda hver með annarri – meira en að benda alltaf á einhverja galla og vera með neikvætt umtal. Við viljum breyta því í þetta góða sem við höfum,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir en hún mætti ásamt Andreu Magnúsdóttur í Ísland vaknar í morgun og ræddu þær um árlega góðgerðarátakið Konur eru konum bestar sem þær hafa staðið fyrir ásamt fleiri konum, Aldísi Pálsdóttur og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur, síðastliðin ár. 

Þær selja í ár svartan smekklegan bol með fyrrnefndri áletrun og fer allur ágóði af sölu hans til Stígamóta. Letrið í mottóinu: Konur eru konum bestar er svart fyrir utan einn staf, b í bestar, en sá stafur er skerandi rauður.

Svartur bolur fyrir svart ár

Er þannig verið að vekja athygli á þeirri hugarfarsbreytingu sem þarf að eiga sér stað til að útrýma orðatiltækinu: Konur eru konum verstar sem hefur verið notað í gegnum árin. 

„Þetta er einn stafur en risastór breyting á hugarfari. Gaman að segja frá því að hann er í fyrsta skipti alveg svartur út af því að þegar við gerum bolina þá lítum við svolítið yfir árið. Okkur fannst það bara líka svolítið svart fyrir konur. Þess vegna erum við líka að styrkja Stígamót núna,“ sagði Andrea.

 Þær ræddu um átakið og söfnunina síðastliðin ár en hún hefur gengið betur með hverju árinu en átakið var stofnað árið 2017. Í fyrra söfnuðust til að mynda 6,8 milljónir af sölu bolsins sem var gefinn til Bjarkarhlíðar. 

Hægt er að kaupa bolinn og styrkja þannig Stígamót á vefsíðu Konur eru konur bestar en hægt er að hlusta á allt viðtalið við Elísabetu og Andreu hér að neðan. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir