Þú gætir unnið 50.000 kr. gjafabréf út í heim í dag

Siggi Gunnars og Logi Bergmann gefa ferðaglaðninga í samstarfi við …
Siggi Gunnars og Logi Bergmann gefa ferðaglaðninga í samstarfi við Icelandair alla þriðjudaga!

Vinirnir Logi Bergmann og Siggi Gunnars taka skemmtilegri leiðina heim á hverjum degi á K100 frá 16 til 18. Alla þriðjudaga eru þeir með dagskrárliðinn „Heimshornaflakkið“ á dagskrá þar sem Siggi grefur upp vinsæl lög víðsvegar um heim. 

„Hugmyndin er að kynna hlustendur fyrir tónlist sem ratar ekki út fyrir landamæri landanna, þ.e. vinsæl lög yfirleitt sungin á móðurmáli hvers lands. Við erum að tala um Friðrik Dóra Þýskalands og Bríetar Spánar,“ segir Siggi Gunnars þegar hann er spurður út í Heimshornaflakkið.

En strákarnir spila ekki bara tónlist frá hinum ýmsu löndum heldur bjóða þeir hlustendum upp á að vinna gjafabréf frá Icelandair svo þeir geti farið í sitt eigið heimshornaflakk. 

„Það er frábært að fá Icelandair með í þetta verkefni. Íslendingar eru ferðaþyrstir og viljum við hjálpa hlustendum okkar að komast út í heim og það gerum við í samstarfi við Icelandair. Til þess að eiga möguleika á að vinna þarf einfaldlega að hlusta alla þriðjudaga,“ segir Siggi. 

Hlustendur þurfa að fylgjast vel með og vera svo tilbúnir að hringja inn þegar opnað er fyrir línurnar. Heppinn hlustandi þarf að svara nokkrum spurningum til að hreppa hnossið en við erum að tala um 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair sem gæti heldur betur nýst vel!

Hlustaðu á Síðdegisþáttinn á K100 í dag frá 16 til 18. Strákarnir fara í Heimshornaflakkið kl. 16.45.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir