Britney ósátt við viðbrögð Christinu Aguilera

Britney Spears var ekki sátt við viðbrögð Christinu Aguileru við …
Britney Spears var ekki sátt við viðbrögð Christinu Aguileru við spurningu fréttamanns um æskuvinkonu söngkonunnar.

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Britney er ósátt við fyrrverandi æskuvinkonu sína, Christinu Aguilera, og lét hana heyra það á instagram. 

Christina var stödd á rauða dreglinum á Latin Grammy-verðlaunahátíðinni og var spurð hvað henni fyndist um Britney og málið hennar. 

Um leið og fréttamaðurinn lauk setningunni stökk umboðsmaður Christinu inn í og sagði: „Nei, við erum ekki að fara að ræða þetta“ – og dró Christinu frá. 

Christina vatt örlítið upp á sig og sagði þó: „Ég er hamingjusöm fyrir hennar hönd.“

Britney var ekki sátt og birti klippu í instastory af þessum viðbrögðum Christinu. Hún byrjaði á að þakka þeim sem hefðu sýnt henni stuðning, en það að neita að ræða þetta mál væri henni hulin ráðgáta. Britney notaði mikið af upphrópunarmerkjum og var mikið niðri fyrir. Hún er eflaust búin að gleyma twitterfærslunni sem Christina sendi frá sér í júní á þessu ári þar sem hún talað mjög fallega til Britney og um málið.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir