Brast í grát þegar hann hitti móður sína í fyrsta sinn í þrjú ár

Hjartnæmt myndskeið af fagnaðarfundium sonar og móður á dögunum hefur …
Hjartnæmt myndskeið af fagnaðarfundium sonar og móður á dögunum hefur farið á flug á TikTok. Skjáskot

Fagnaðarfundir náðust á myndband þegar móðir fótboltamannsins Juans Sanchez kom honum á óvart fyrir fótboltaleik á dögunum en þá höfðu þau ekki sést í þrjú ár. 

Birtist móðirin á leikvangi sem hann var að fara að spila á í Las Palmas á Spáni og brast sonur hennar í grát um leið og hann sá hana og féllust þau í faðma um leið. 

Juan, eða Juanchoms, eins og hann kallar sig, flutti til Spánar frá heimalandi sínu Kólumbíu árið 2019 vegna tækifæra sem honum buðust þar í landi í fótboltanum og hafði ekki fengið tækifæri til að heimsækja móður sína síðan þá. 

Hann deildi myndskeiði af fagnaðarfundunum á tiktoksíðu sinni og hefur það farið á flug á miðlinum og er nú með 2,5 milljónir áhorfa. 

En sjón er sögu ríkari og hér má sjá fallegu endurfundi mæðginanna.  
 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir