Adele grét þegar fyrirmyndin hennar steig á sviðið

Adele gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hún sá …
Adele gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hún sá enskukennarann sinn aftur, í fyrsta skipti frá því hún var barn. Skjáskot úr myndskeiði

Hjartnæmt augnablik náðist á myndband á fyrstu lifandi tónleikum Adele í Bretlandi í fjögur ár þegar Adele hitti fyrirmynd sína og uppáhalds kennara frá barnæsku á tónleikunum.

Voru margar stórstjörnur áhorfendur á tónleikunum en meðal gesta voru Samuel L. Jackson, Emma Thompson og Alan Carr en tónleikunum var sjónvarpað á ITV sjónvarpsstöðinni í gær, sunnudag.

Leikkonan Emma Thompson var einn gestanna sem fékk að spyrja söngkonuna ástsælu spurninga og spurði hún um það hvort hún hefði haft einhvern til að styðja sig og hvetja hana áfram í barnæsku hennar sem hefði haft sérstaklega mikil áhrif á hana.

Adele svaraði um hæl að sú manneskja hafi verið enskukennari í gamla skólanum hennar, Miss McDonald, sem hún hafi litið sérstaklega mikið upp til.

Hafði mikil áhrif á hana

Sagði hún kennarann hafa orðið til þess að hún fékk áhuga á bókmenntum og ensku sem varð til þess að hún fór að skrifa söngtexta við lög.

Tilkynnti Thompson henni þá að kennarinn hennar væri í salnum sem varð til þess að Adele brast í grát og virtist ekki trúa eigin augum þegar McDonald gekk upp á sviðið – en þær féllust í faðmlag í kjölfarið.

Endurfundir Adele og McDonald eru afar fallegir en sjá má myndskeið af þeim hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir