Eva Ruza elti nýja piparsveininn í Reykjavík

„Ég snarmissti „coolið“, elti bílana eins og stjórnlaus „crazy lady“ …
„Ég snarmissti „coolið“, elti bílana eins og stjórnlaus „crazy lady“ og sá nýjasta Bachelorinn, hann Clayton“ Samsett ljósmynd: Skjáskot af Instagram

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

„Það var viðburðaríkur dagur í gær hjá ykkar konu, þegar hún mætti i sakleysi sínu á Laugaveginn til að fá sér í gogginn. 

Haldið þið að ég hafi ekki gengið beint í flasið á þremur kolsvörtum Cadillac Escalade-bílum sem voru vel búnir upptökuvélum. 

Nú, fyrir manneskju sem lifir og hrærist i Hollywood- og Bachelor-heimunum, þá vissi ég nákvæmlega hvað var að eiga sér stað. Þarna voru tökur i gangi á nýjustu Bachelor-þáttunum, sem mæta á skjáinn eftir áramót.

Ég veit ekki hvað kom yfir mig, en ég snarmissti „kúlið“, elti bílana eins og stjórnlaus „crazy lady“ og sá nýjasta piparsveininn, hann Clayton. 

Hann hallaði andliti sínu að glugganum, og annaðhvort var hann dapur eða mjög hugsi. 

Samkvæmt mínum útreikningingum gæti ég trúað að tökur séu að líða undir lok og mögulega var hann að senda einhverja dömuna heim og var leiður vegna þess. 

Já, Stjörnufréttakona K100 sá um að færa fylgjendum sínum á instagram æsispennandi atburðarás í gær og það kæmi mér ekki á óvart ef ég birtist sirka ellefu sinnum í lokaþáttum Bachelor á næsta ári.“

Hægt er að sjá eltingaleikinn í „story“ á instagram hjá Evu Ruzu og í „highlights“ á instagramsíðu hennar.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir