Þess vegna virðist tunglið vera svona stórt

Sævar hvetur fólk til að prófa að múna á mánann.
Sævar hvetur fólk til að prófa að múna á mánann. Ljósmyndir/Kristinn Magnússon

Margir hafa haft orð á því að tunglið virðist vera stærra þessa dagana. Þetta staðfestir Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu-Sævar eins og hann er oft kallaður, sem segir þó að um sé að kenna ákveðinni skynvillu. Útskýrði Sævar þetta í Ísland vaknar á K100. Benti hann einnig á áhugaverða aðferð til þess að leiðrétta þessa skynvillu með ákveðinni æfingu.

„Þegar tunglið rís virkar það oft svolítið stærra. Það er vegna þess að heilinn okkar er að plata okkur. Heilinn okkar er að stækka tunglið. Það sést til dæmis ef þú tekur mynd af því, þá er það á myndinni minna heldur en augun greina,“ útskýrði Sævar.

„Það kemur til annars vegar það hvernig við skynjum himininn. Við skynjum himininn ekki sem hálfa kúlu heldur meira eins og súpuskál,“ sagði Sævar.

„Það er hægt að gera eitt skemmtileg í þessu. Og það er að horfa á tunglið og beygja sig. Horfa á það á hvolfi,“ sagði Sævar. Það er svo skrítið sko. Ég kalla þetta bara: Moon the moon. Þá snýrðu þér við og horfir í gegnum klofið á þér. Þá minnkar það,“ sagði Sævar.

Ræddi Sævar einnig um deildarmyrkvann sem var sýnilegur á föstudag.

Hlustaðu á allt spjallið við Sævar í spilaranum hér að neðan. 

 

mbl.is

#taktubetrimyndir