Nýtt og ferskt á Netflix fyrir helgina

Það er nóg á Netflix um þessar mundir.
Það er nóg á Netflix um þessar mundir. Ljósmynd/Unsplash

K100.is tók saman kvikmyndir og þætti sem eru nýkomnir út á Netflix en það er nóg af glænýju og spennandi efni sem sem hægt er að hámhorfa um helgina. 

Cowboy Bebop

Þættir byggðir á geysivinsælu japönsku animes-eríunni Cowboy Bebop eru lentir á Netflix. Um er að ræða geimvestra svokallaðan og fjalla um þrjá mannaveiðara eða „kúreka“ sem eru allir að reyna að flýja fortíðina á meðan þeir elta uppi hættulegustu glæpamenn sólkerfisins.

The Princess Switch 3

Þriðja jólamyndin úr the Princess Switch seríunni er mætt á Netflix. Nóg af jólafíling og nóg af drama. Drottningin Margrét og prinsessan Stacy þurfa að leita til tvífara Margrétar Fíónu til að reyna að endurheimta ómetanlegan jóladýrgrip sem hefur verið stolið.

Blown Away

Nú er hægt að fylgjast með æsispennandi keppni þar sem keppendur keppa í því hver sé að bestur í svokölluðu „Holiday Blow“, að búa til flottasta jólaskrautið. Þættirnir voru að lenda á Netflix.

Love Me Instead

Kvikmyndin Love Me Instead er komin inn á Netflix. Fangavörðurinn í Konya í Tyrklandi fær það verkefni að fara með einn fanga fangelsisins, Musa, til heimabæjar síns. Musa ætlar þó ekki að snúa aftur í fangelsið fyrr en hann finnur út hver myrti dóttur hans. Myndin er Tyrknesk að uppruna en er þýdd yfir á ensku.

The Mind, Explained

Önnur sería af þessum fræðandi og áhugaverðu heimildaþáttum um heila okkar og huga er komin inn á Netflix. 

tick, tick...BOOM!

Sjálfsævisögulegur söngleikur Jonathan Larson, sem meðal annars er maðurinn á bak við söngleikinn Rent, er kominn í kvikmyndaformi á netflix. Andrew Garfield fer með hlutverk Jon sjálfs í myndinni sem fylgir eftir dramatísku lífi hans sem ungur leikritahöfundur íi New York í byrjun 20 aldar þegar AIDS-faraldur gekk yfir listamannasamfélag borgarinnar.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir