Krúttlegur ferðalangur með þumla

Kötturinn Teddy er með þumla og elskar að ferðast um …
Kötturinn Teddy er með þumla og elskar að ferðast um í kattabakpoka með eiganda sínum Tang en saman hafa þau brallað ýmislegt. Skjáskot af instagram @theoretically.teddy

Heimiliskötturinn Teddy er þriggja ára og nokkuð venjulegur að flestu leyti. Það sem sker hann þó frá flestum öðru köttum er að hann er með þumla, rétt eins og manneskja.

Er Teddy er greindur með nokkuð sem kallast polydactyl, en hann er bæði með auka tær á afturfótum og framfótum sem minna nokkuð á loða vettlinga.

Eigandi Teddy, hin kanadíska Selvynna Tang segir Teddy vera góðan vin en hann á sína eigin instagramsíðu þar sem hátt í 25 þúsund manns fylgjast með honum.

„Við eyðum miklum tíma saman. Allt frá því að slaka á heima og í að fara í göngutúra og ferðalög. Teddy er vanur að lenda í ævintýrum, svo við gerum fullt af hlutum saman,“ sagði Tang í samtali við Good News Network en þau Teddy hafa ferðast víða og er hægt að fylgjast með ferðalögum þeirra á instagramsíðu Teddy. Þar má meðal annars sjá hann ferðast um í sérútbúnum bakpokum fyrir ketti.

View this post on Instagram

A post shared by Teddy (@theoretically.teddy)

„Auka táin hamlar honum ekki mikið. Ef klóin verður of löng þá stundum verð ég að snyrta hana, eins og með hverja aðra kló,“ bætti hún við en hún segir hann stundum festa klónna í klórustaurnum sínum eins og kemur fram í myndbandinu hér að neðan. Þar bendir Tang líka á að hún Teddy hafa einstaka hæfileika til að opna skápana hennar sem hún telur að sé vegna þumalsins.

Hér má sjá myndband af Teddy og krúttlegu tánum hans.

View this post on Instagram

A post shared by Teddy (@theoretically.teddy)


Good News Network.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir