Breytt útlit Wills Smiths vekur umtal

Leikarinn Will Smith hefur vakið mikið umtal fyrir breytt útlit …
Leikarinn Will Smith hefur vakið mikið umtal fyrir breytt útlit sitt í kjölfar þess að hann birtist í þættinum „The One Show“. Myndin til vinstri er skjáskot úr fyrrnefndum þætti. Samsett ljósmynd

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Leikarinn Will Smith hefur vakið mikið umtal fyrir breytt útlit sitt, en hann birtist  í þættinum „The One Show“ sem er sýndur á BBC, og ræddi þar nýjustu kvikmyndina sína King Richard. 

Vill fólk meina að hann sé eins og teiknimyndaútgáfa á sjálfri sér, og vitið þið – ég verð að vera sammála.

Þegar ég sá hann í viðtali hjá Opruh Winfrey um daginn hugsaði ég með mér: „Hann hlýtur að vera svona asskoti mikið sminkaður maðurinn".

En ég er ekki svo viss núna. 

Aðdáendur hans velta því fyrir sér hvort hann hafi lagst undir hnífinn, sem er bara allt í lagi. Allir mega gera það sem þeir vilja og allt það. 

Eða kannski er kappinn bara byrjaður að skrúbba á sér andlitið og nota nýtt krem. Gæti líka verið. 

Willinn er samt alltaf flottur og fyndinn að mínu mati. 

View this post on Instagram

A post shared by WarnerBrosNL (@warnerbrosnl)

View this post on Instagram

A post shared by Oprah (@oprah)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir