Tönn úr Elvis til sölu

Elvis Presley var með fallegar tennur.
Elvis Presley var með fallegar tennur. mbl.is

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Jæja, rífið upp veskin.

Enn eitt steikt uppboðið er á leið í gang, og i þetta sinn er það tönn úr Elvis Presley sem er með gullfyllingu.

Hér má sjá tönnina frægu sem er til sölu.
Hér má sjá tönnina frægu sem er til sölu.

Vitið þið, ég get ekki staðið í þessu veseni sem fólk vesenast alltaf í. 

Gulltönn úr Presley. Hvað ætlar fólk að gera við tönnina úr honum?

En uppboðshaldarar láta boðin byrja í 2.500 dollurum og ég er spennt að sjá hvað ein gulltönn fer á.

Sagt er að Linda Thompson, fyrrum unnasta Elvis , hafi átt hana fyrst, og svo hefur hún gengið á milli aðila. 

Endaði tönnin svo í einkaeign, og ákvað sá eigandi að selja hana á uppboðinu. 

Hvað ætli Elvis hugsi þegar hann fréttir þetta í himnaríki, um að tönnin hans sé til sölu?

Það er víst þannig að flest allt er falt fyrir seðla, og tönnin úr Presley endar pottþétt sem fallegt stofustáss hjá einhverjum grjóthörðum aðdáanda.

Afi hefði 100% keypt hana ef hann væri á lífi, en hann er í staðinn að rokka með Elvis einhvers staðar.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir