Tók mynd af sér á hverjum degi í 9 ár

Tosca breytist gríðarlega mikið á níu árum og er magnað …
Tosca breytist gríðarlega mikið á níu árum og er magnað að sjá breytinguna á honum í myndskeiðinu sem er samansett úr daglegum myndum sem hann tók frá því hann var 18 ára gamall. Skjáskot

Svissneski ljósmyndarinn Dorian Tosca hefur á hverjum degi, frá því hann var 18 ára gamall, tekið sjálfsmynd á hverjum degi. Vildi hann þannig fylgjast með þeim breytingum sem yrðu á útliti hans með árunum. Hann er nú orðinn 28 ára gamall og deildi á dögunum afrakstri daglegu myndatökunnar frá síðustu níu árum sem hann setti saman í hraðmynd. 

Deildi á myndskeiði með myndunum á dögunum og má þar sjá hvernig hann breytist úr unglingi í ungan mann og má meðal annars sjá skýrt hvenær Covid-19- heimsfaraldurinn fer að hafa áhrif á myndatökuna. 

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir