Eyddu nóttinni saman eftir tökur á the Bachelor

Hannah Brown og Peter Weber í the Bachelorette þætti Hönnuh …
Hannah Brown og Peter Weber í the Bachelorette þætti Hönnuh en þar sendi hún Peter heim. Ljósmynd/ABC

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Bachelor heimurinn logar eftir að kafli úr bók Hönnuh Brown var birtur, en þar fer hún yfir samband sitt við Peter Weber. 

En eins og þeir sem lifa og hrærast í Bach heiminum vita, að þá sendi Hannah Peter heim í þáttunum Bachelorette. 

Hinsvegar eftir að Peter lauk svo tökum á sínum Bachelor þáttum og hætti með Hönnuh Sluss, sem hann endaði á að velja – þá hittust Hanna Brown og Peter í partíi hjá sameiginlegum vinum. 

Haldið ykkur fast – Partíið endaði þannig að þau eyddu nóttinni saman – guð minn almáttugur!  

En Hannah segir í bókinni að nóttin hafi verið vonbrigði. „Kemistrían“ sem þau áttu í þáttunum hennar Hönnuh var ekki til staðar. 

Hannah segir að nóttin hafi verið slæm – sem er eflaust skellur fyrir Peter að heyra, en hann var víst með aðra stúlku í huga á meðan hann dandalaðist þessa nótt. Sem er aldrei gott. 

Hann fór svo af stað og leitaði að ástinni með Madison, en það gekk ekki upp. 

„God Bless The Mess“ er á leið í bókahillurnar og ég bíð spennt.  

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir