Britney keyrir á ný í fyrsta sinn í 13 ár

Poppsöngkonan Britney Spears sást í fyrsta sinn í 13 ár …
Poppsöngkonan Britney Spears sást í fyrsta sinn í 13 ár undir stýri. mbl.is/AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Haldið ykkur fast, dokið nú við og farið ekki langt! Í fyrsta skipti í 13 ár sást loksins til Britney Spears undir stýri. Þann 12. nóvember var öllum hömlunum sem hún hefur þurft að lifa við síðustu 13 árin aflétt. 

Örfáum stundum eftir að sá dómur var kveðinn upp sást til Britney á rúntinum á hvítum Mercedes Benz sportbíl. Poppdívan stöðvaði bílinn til að hringja nokkur símtöl, glöð í bragði.

Á meðan Britney naut ekki sjálfræðis mátti hún hvorki keyra bíl og var fylgst vel með allri símanotkun hjá henni.

Britney keyrði um hverfið sitt í um 30 mínútur og spjallaði í síma áður en hún hélt heim á leið. Samkvæmt fréttamiðlum var síminn hennar einnig hleraður af öryggisteymi hennar, þannig að frelsistilfinning hennar hefur örugglega verið ólýsanleg.

Lögfræðingur Britney hafði á orði á föstudaginn að hvað sem hún tæki sér fyrir hendur núna, væri 100% undir henni komið, í fyrsta sinn í mörg ár. Hún er allavega mætt á rúntinn og vonandi fer hún í að byggja sjálfa sig og líf sitt upp aftur.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir