Bað kærustunnar á ógleymanlegan hátt

Adele hjálpaði til við að gera bónorð algjörlega ógleymanlegt fyrir …
Adele hjálpaði til við að gera bónorð algjörlega ógleymanlegt fyrir ungt par um helgina. Samsett ljósmynd

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Söngkonan Adele lét mig fella tár í gær, en ég sá myndband frá tónleikunum hennar „One night only“ sem voru haldnir um helgina. 

Adele sést á sviðinu biðja alla áhorfendur sína að steinþegja – orðrétt – og biður svo um að ljósin séu slökkt. 

 Allt í einu beinast myndavélarnar að ungu pari, og sést þar kærasti teyma kærustuna sína inn á sviðið með bundið fyrir eyrun og með heyrnatól á eyrunum.

Til að gera langa sögu stuttu hendir hann sér á hnén og biður um hönd hennar. 

Ég verð að segja, eitt fallegasta bónorð sem ég hef séð. 

Unnustan gerði sér enga grein fyrir því hvar hún var, og hágrét af gleði.

Allt í einu birtist Adele úr skugganum og ég hélt að það myndi líða yfir skvísuna. 

Hún tók lagið „Make you feel my love“ og hló og brosti til þeirra – og þá horgrenjaði ég með unga parinu. 

Ekkk veit ég hvernig honum tókst að ná þessu í gegn, en eitt er víst. Þessu munu þau aldrei gleyma.

View this post on Instagram

A post shared by CBS (@cbstv)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir