Húðsjúkdómur ástæðan fyrir klæðnaðinum?

Kim Kardashian hefur verið að rokka dress sem hylja allan …
Kim Kardashian hefur verið að rokka dress sem hylja allan líkamann upp á síðkastið. Skjáskot af instagram.

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Þeir sem fylgja mér á instagram eru klárlega fyndnasta og klárasta fólk í heimi. En þar birti ég daglega fréttir af frægum og um helgina spunnust upp miklar pælingar um það af hverju Kim Kardashian væri núna alltaf í síðerma „outfittum“ og hönskum við. 

Kim hefur talað opinskátt um að hún glími við húðsjúkdóminn psoriasis, og nú er komin upp sú kenning meðal fylgjenda minna hvort mögulega sé hún illa haldin af psoriasis um þessar mundir.  Kim hefur talað opinskátt um húðsjúkdóminn og að hún verði oft slæm á veturna.  

Ég veit ekki hvort eitthvað er til í þessari pælingu, en skemmtileg er hún. Kim er allavega um þessar mundir að rokka síðermahanska-dress hægri vinstri.

Þetta gæti líka 100% verið Kanye að innleiða nýja tísku – en hann er þekktur fyrir að klæða sína fyrrverandi, og gerir enn þrátt fyrir skilnaðinn.

Pælingarnar eru miklar og skemmtilegar á miðlinum mínum þar sem stóru málin alltaf rædd. 

mbl.is

#taktubetrimyndir