Önd hljóp maraþon og gerði allt vitlaust

Öndin Wrinkle stóð sig heldur betur vel í New York …
Öndin Wrinkle stóð sig heldur betur vel í New York maraþoninu um síðustu helgi. Skjáskot

Einn hlaupari í New York-maraþoninu í Bandaríkjunum hefur vakið sérstaka athygli en hlauparinn er fiðraður. Er um að ræða öndina Wrinkle (eða á íslensku: Hrukku) en myndband af öndinni í maraþoninu hefur heldur betur slegið í gegn og verið deilt víða en maraþonið fór fram um síðustu helgi. 

Myndbandinu var upphaflega deilt á instagramsíðunni Seducktive sem er haldið úti af eiganda Wrinkle og má þar sjá öndina hlaupa í maraþoninu í sértilbúnum andaskóm. Má heyra fjöldann allan af áhorfendum hvetja fiðraða hlauparann áfram sérstaklega og greinilegt að mikil stemning hefur verið í hlaupinu.

Myndbandið sprenghlægilega má sjá hér að neðan.


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir