Hjálpar til við bleyjuskipti á nýburanum

Tíkin Wrighley æfði sig stíft til að geta aðstoðað eigendur …
Tíkin Wrighley æfði sig stíft til að geta aðstoðað eigendur sína við að skipta á nýfæddu barni sínu honum Freddy. Skjáskot af instagram og TikTok @wrigleyandlulu

Tíkin Wrigley er afar blíð og góð og nýtur þess að læra nýja hluti og að fá að taka þátt í verkum heimilisins. Þetta segir eigandi hennar Corinne en hún er nýorðin móðir drengsins Freddy. Þegar Corinne uppgötvaði að hún væri ólétt ákvað hún að gefa Wrigley hlutverk í sambandi við ummönnun barnsins og kenndi henni að sækja bleyjur.

Segir hún Wrigley vera með gáfuðustu hundum sem hún þekkir og að hún segir að tíkin hafi verið fljót að læra að sækja bleyjurnar.

Nú þarf hún ekki annað en að biðja hana um bleyjur og þá gengur tíkin rakleiðis að bleyjuhillunni, nær í bleyju og kemur með hana þar sem Corinne situr með ungabarnið.

Myndband af Wrigley að koma með bleyjur fyrir ungabarnið hefur farið sem eldur um sinu á insternetinu en yfir 15 milljón áhorf eru á myndbandið á TikTok. 

 Hér má sjá fjölskyldu Wrigley en drengurinn Freddy er rúmlega tveggja mánaða núna. 

 Bored Panda.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir