Fékk eina milljón fylgjenda áður en hann lét sig hverfa

Stórstjörnurnar Beyoncé Knowles og eiginmaður hennar Jay-Z – en sá …
Stórstjörnurnar Beyoncé Knowles og eiginmaður hennar Jay-Z  – en sá síðarnefndi er ekki þekktur fyrir að vera mikið á samfélagsmiðlum. AFP

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Rapparinn Jay-Z gladdi aðdáendur sína gríðarlega um daginn þegar hann lét loksins sjá sig á instagram, en hann hefur til þessa aldrei verið með grammið. Á einni nóttu var kappinn kominn með yfir eina milljón fylgjenda – en daginn eftir – „boom“. Jay-Z var horfinn.

Áður en hann yfirgaf instagram jafn hratt og hann mætti þangað henti hann í „follow“ á sína heittelskuðu Beyonce og póstaði mynd á feedið sitt, sem var auglýsing fyrir kvikmyndina „Harder they fall“, sem Idris Elba leikur í.

Sólarhring seinna var enginn Jay-Z á instagram, og því virðist tilgangur hans með að mæta þangað einungis hafa verið að vekja athygli á myndinni, sem hann framleiðir. Jay-Z er lítið fyrir samfélagsmiðlana; hann hefur þó verið með twitterreikning síðan 2008 en lætur lítið fyrir sér fara þar. Mér finnst það persónulega smá sjarmerandi að það séu ennþá súperstjörnur til sem láta sig litlu skipta þessa blessuðu miðla.

Ég er t.d. gift stjörnu sem veit ekkert hvernig instagram virkar og ég elska það.

Svona leit aðgangur Jay-Z út áður en hann lét sig …
Svona leit aðgangur Jay-Z út áður en hann lét sig hverfa af instagram. Skjáskot
Nú grípa aðdáendur Jay-Z í tómt á instagram.
Nú grípa aðdáendur Jay-Z í tómt á instagram. Skjáskotmbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir